Kynningadagar á Eyrarbakka

Mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. ágúst verða óhefðbundnir dagar í skólanum á Eyrarbakka. Nemendur mæta í skólann kl. 8:15 í umsjón en munu svo sækja fyrirlesta og kynningasmiðjur á mismunandi þáttum skólastarfsins í vetur. Um er að ræða smiðjur s.s. hópefli, námstækni, félagsmál o.fl. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. ágúst.

Sjáumst hress á mánudaginn,

Stjórnendur