Leiðbeiningar vegna sýnatöku og fleira tengt líðan barna

Sæl og blessuð kæru foreldrar og forráðamenn barna í 1.-6. bekk

Nú þegar allir nemendur í 1.-6.bekk þurfa að fara í sýnatöku á þriðjudaginn þá er mikilvægt að huga að líðan þeirra og útskýra vel fyrir þeim hvernig þetta fer fram þannig börnin viti við hverju er að búast. Það er algengt að börn kvíði því að fara í sýnatöku.
Hér að neðan eru ýmsar hugmyndir um hvernig er hægt að undirbúa börnin fyrir sýnatökuna að auki sendum við ykkur félagsfærnisögur í tölvupósti nú í morgun sem þið getið nýtt og aðlagað að ykkar barni. Munið að góður undirbúningur getur gert gæfumuninn.

Leiðbeiningar fyrir börnin:
Gott er að snerta ekki neitt að óþörfu.
Gott er að vera með andlitsgrímu þegar komið er í veirupróf. Það er bæði til að verja sjálfan sig og aðra.
Sá sem tekur sýnið er í sérstökum fötum, með grímu og vörn fyrir andlitinu til að koma í veg fyrir smit.
Oftast eru tekin tvö sýni annað úr hálsi og hitt úr nefkoki.
Þegar sýni er tekið úr hálsi þarf að opna munninn vel og segja aaaa. Sumir kúgast aðeins þegar sýnið er tekið og það er allt í lagi.
Þegar sýni er tekið úr nefi þarf að setja pinna í nefið. Það getur kitlað svolítið en er fljótt búið. Oftast tekur það bara sama tíma og tíminn sem það tekur að telja upp að fjórum.
Þegar sýnatakan er búin er gott að spritta hendur.
Upplýsingarnar eru fengnar frá vefnum www.heilsuvera.is.

Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur tekið saman nokkrar leiðbeiningar fyrir aðstandendur barna og ungmenna með einhverfu og þroskafrávik sem þurfa að fara í próf vegna Covid-19.  Einnig eru hér gagnlegar upplýsingar frá landlækni

https://www.greining.is/is/moya/news/leidbeiningar-vardandi-covid-19-fyrir-born-og-ungmenni-med-einhverfu-og-throskafravik-

https://www.greining.is/static/files/teacch-tip-17-covid-prof-002-.pdf

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item43362/Born-i-sottkvi-%E2%80%93-leidbeiningar-og-tillogur-til-forradamanna

Vonandi getið þið nýtt eitthvað af þessu.

Gangi ykkur sem allra best og endilega hafið samband við okkur stjórnendur ef það er eitthvað sem þið eruð óörugg með
kær kveðja
Sædís Ósk Harðardóttir
Deildarstjóri stoðþjónustu

 

Kveðja Sædís

 

Sædís Ósk Harðardóttir

Deildarstjóri stoðþjónustu