Leikhópurinn LOPI

Leikhópurinn Lopi , sem er leikhópur unglingastigs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, frumsýndi leikritið ÚTSKRIFTARFERÐINA eftir Björk Jakobsdóttur miðvikudaginn 29. apríl. Sýnt var í Gimli á Stokkseyri. Leikritið fjallar um útskriftarferð 10. bekkjar að loknum skólaslitum. Í sýningunni taka þátt 11 leikarar og tæknimenn en alls komu um 20 aðilar að sýningunni. Mikil stemming var á frumsýningunni og var leikurum ákaft fagnað í leikslok. Sýningin gekk afar vel og var það þreyttur en ánægður hópur sem yfirgaf leikhúsið eftir annasaman undirbúning.

Næsta almenna sýning er fimmtudaginn 30. apríl kl. 17.30

Sýningin er hluti af verkefninu ÞJÓÐLEIKUR sem mun standa yfir á Stokkseyri 1. og 2. maí. Yfirlit yfir sýningar á ÞJÓÐLEIK eru birtar hér á heimasíðunni og einnig sent í Mentor.

Leikhópurinn þakkar öllum fyrir gífurlegan stuðning!!!!