Lífshlaupið

Fjórði bekkur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri er, ásamt öðrum bekkjum skólans, þátttakandi í Lífshlaupinu. Þann 31. janúar sl. var bekkurinn dreginn út í Hvatningarleik RÁSAR 2 og ÍSÍ, sem er í tengslum við Lífshlaupið. Vinningurinn var ávaxtasending frá ávaxtasérfræðingum Ávaxtabílsins. Þessi vinningur barst 4. bekk þann 15. febrúar og runnu ávextirnir ljúflega niður hjá krökkunum. Þau voru því full orku og hreyfðu sig sérstaklega vel þann daginn.

Myndin í fullri stærð