Lífshlaupið

BES tekur þátt í Lífshlaupinu

Lífshlaupið 2012 byrjaði miðvikudaginn 1. febrúar en BES tekur þátt í hvatningarleik grunnskólanna að þessu sinni. Lífshlaupið er eins konar keppni á milli grunnskóla landsins í því  hvaða skóli hreyfir sig hlutfallslega mest. Þetta verkefni á að virka sem hvatning fyrir börnin til þess að hreyfa sig en til þess að fá skráða hreyfingu inn í leikinn þurfa þau að hreyfa sig að minnsta kosti 60 mínútur á dag til þess að það telji með. Eins og allir vita er hreyfing holl bæði fyrir líkama og sál og þess vegna hefur ÍSÍ gefið út þau viðmið að það sé æskilegt að börn hreyfi sig að minnsta kosti 60 mínútur hvern dag.
Nemendur eru nú þegar byrjaðir að skrá niður hversu margar mínútur þeir hreyfa sig á hverjum degi og ekki hægt að segja annað en þau séu að standa sig mjög vel. Verkefnið stendur alveg til 14. Febrúar en þess má geta að starfsmenn BES taka einnig þátt í þessu átaki og skrá niður sýna hreyfingu.