Starfsdagur og foreldraviðtöl

Nú eru annarskil að koma og að venju hefur það ákveðnar breytingar í för með sér. Námsmat hefur verið undanfarna daga í 1. – 6. bekk. Dagana 17, 20 og 21. febrúar verða próf  í 7 – 10. bekk.

Starfsdagur verður í skólanum miðvikudaginn 22. febrúar og foreldraviðtöl verða fimmtudaginn 23. febrúar. Öll foreldraviðtöl verða í skólanum á Stokkseyri.

Brýnt er að nemendur á unglingastigi undirbúi sig vel fyrir prófin!

Starfsfólk BES