Litlu jólin og jólakveðja

Föstudaginn 18. desember fara Litlu jól Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fram. Framkvæmd þeirra verður ekki með hefðbundnum hætti í ár vegna takmarkana á skólastarfi tengdum heimsfaraldri. Dagskrá Litlu jólanna verður þannig að svokölluð stofujól fara fram milli kl. 8:15 og 9:30, þar sem nemendur skiptast á gjöfum, koma með sparinesti, horfa á helgileikinn í uppfærslu 4. bekkjar á myndbandi og eiga góða stund saman með umsjónakennara. Akstur skólabíls verður sem hér segir:

 

07:40 – Frá Stokkseyri á Eyrarbakka

07:50 – Frá Eyrarbakka á Stokkseyri

09:30 – Frá Eyrarbakka á Stokkseyri

10:00 – Frá Stokkseyri á Eyrarbakka

 

Um leið og við þökkum samstarfið og samveruna á árinu sem er að líða óskum við ykkur gleðilegra jóla og færsældar á nýju ári.

Starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri