Í byrjun mars fór lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar fram í Hveragerði og átti Barnaskólinn fulltrúa í þeirri keppni. Eins og fyrri ár höfðu nemendur 7. bekkjar æfti sig up keppt þannig á endanum varð til öflug lið sem hélt í blómabæinn á lokahátíðina. Þó svo að ekki hafi tekist að koma fulltúm okkar á verðlaunapall áttu þau glæsilegan flutning texta og ljóða og urðu sjálfum sér og skólanum til sóma. Lið 7. bekkjar var í ár skipað þeim Mána Scheving Riley, Heklu Karen Jónsdóttur, Gabríel Róbert Atlasyni og Hrafntinnu Líf Elfarsdóttur sem var varamaður. Á einni meðfylgjandi myndinni er keppnisliðið ásamt umsjónarkennara sínum, Maríu Skúladóttur.
