Leikhópur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri vann í vetur hörðum höndum að uppsetningu leikverksins Morð eftir Ævar Þór Benediktsson. Uppsetningin var liður í Þjóðleik sem sem er leiklistarhátíð grunnskólanna og fer fram annað hvert ár. Magnús J. Magnússon, skólastjóri BES, leikstýrði hópnum sem frumsýndi verkið á Þjóðleik í Hvergerði í lok apríl. Í kjölfarið sýndi hópurinn fjölmargar sýningar í Litla leikhúsinu á Stokkseyri við mjög góðar undirtektir. Mikil metnaður þarna á ferð í frábærri uppsetningu þar sem nemendur BES fóru á kostum í sínum hlutverkum.
