Magnað bekkjarkvöld í 6. bekk!!!

Bekkjarhátíð í 6.bekk

Miðvikudagskvöldið 25.04 var bekkjarhátíð í 6.bekk. Nemendur sýndu fjölbreytt skemmtiatriði sem þau höfðu æft heima, t.d. voru nokkrar stuttmyndir, leikþættir og skylmingalistir.  Nemendur buðu vinum og ættingjumá skemmtunina og var mætingin afar góð. Eftir skemmtiatriði buðu nemendur upp á glæsilegar veitingar sem þau höfðu að hluta til gert í heimilisfræði fyrr um daginn. Kvöldið heppnaðist afar vel enda frábærir krakkar hér á ferð. Mikill fjöldi var á bekkjarkvöldinu og verða myndir settar inn á heimasíðuna á mánudaginn Takk fyrir skemmtilegt kvöld