Marita fræðsla

 

Tvö andlit eiturlyfja

Foreldranámskeið um skaðsemi og einkenni eiturlyfjaneyslu. Sýnd verður heimildarmynd um ungt fólk á Íslandi sem er, eða hefur verið, fast í fíkniefnaneyslu. Viðtöl eru tekin við þetta unga fólk, allt niður í 15 ára gamalt, þar sem það segir sína sögu.

Fullorðnir fá að sjá svipað prógram og unglingarnir, sem gerir alla umræðu heima fyrir auðveldari. Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig er best að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn og kennara barna í 8. 9. og 10. bekk og aðra áhugasama foreldra barna sem stunda nám í  Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar

Fundurinn hefst kl. 20.00 þann 9. desember í húsnæði skólans á Stokkseyri.

Taktu þátt!

“Hjálpaðu barninu þínu að taka afstöðu og segja NEI við vímugjöfum”

MARITA FRÆÐSLAN Á ÍSLANDI marita.is