Jólastund í hátíðarsal

Í morgun komu leikskólabörn frá Eyrarbakka og Stokkseyri í heimsókn í skólann á Stokkseyri. Þau ásamt nemendum skólans áttu saman söngstund við jólatréð í hátíðarsal skólans. Eftir söng í sal skoðuðu leikskólabörnin skólann áður en þau héldu aftur heim í leikskólann sinn.

Þetta var mjög ánægjuleg heimsókn og gott innlegg í samstarf skólanna.