Memory, architecture and Identity

Nemendur í 8. – 10. bekk fengu heimsókn í lífsleiknitíma í vikunni. Það var listasmiðja í boði Listasafns Árnesinga sem ber nafnið ,,Memory, architecture and Identity“. Leiðbeinandinn heitir Yara Zein en hún kemur frá Líbanon og hefur verið búsett á Íslandi í eitt og hálft ár. Hún fjallaði um samfélagsleg málefni í Líbanon, ólíkan menningarheim í gegnum arkitektúr og sýndi myndbandsverk eftir sig sjálfa. Nemendur enduðu svo á því að vinna listverkefni tengdu arkitektúr, sjálfsmynd og minni og einnig fóru fram umræður. Nemendur tóku vel á móti Yöru og voru mjög áhugasamir og duglegir að spyrja spurninga. Starfsfólk og nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þakka Yöru og Listasafni Árnesinga kærlega fyrir allar smiðjurnar sem hafa boðist nemendum BES í vetur.