Námskeið kennara miðvikudaginn 9. september

Næstkomandi miðvikudag 9. september munum við blása til námskeiðs með öllum kennurum í Árborg.  Námskeiðið fjallar um foreldrasamstarf og hvernig eigi að byggja upp gott og nútímalegt samstarf milli heimila og skóla. Við munum hefja námaskeiðið kl. 13:00 og því falla niður kennslustundir frá þeim tíma. Skólavistunin Stjörnusteinar mun starfa ótrufluð þennan dag og því ætti námskeiðið ekki að hafa nein áhrif á þann þátt skólastarfsins.

Kveðja,
Skólastjórnendur