Þriðji bekkur í útikennslu

Þriðji bekkur lærði um skynfærin fimm og hvaða hluta líkamans við notum til þess að skynja umhverfi okkarí nýliðinni viku. Við gerðum ýmsar tilraunir og fórum í leik þar sem skynfæri var parað við líkamshluta. Að lokum átti hvert par að túlka þá skynjun sem þeir fengu í leiknum á mynd og má sjá afraksturinn á meðfylgjandi myndum.

 

Tinna Ósk umsjónarkennari