Náttúrufræði í hringekjuvinnu

Á náttúrufræðistöð í hringekjunni hjá 5. – 6. bekk, sem er einu sinni í viku 75 mínútur í senn, er fengist við margvísleg verkefni. Þar er ýmislegt gert, m.a. rannsaka nemendur með einföldum efnivið hluti sem til eru á flestum heimilum. Sæm dæmi má nefna kanna nemendur flotkraft appelsínu og athuga í kjölfarið hvort hann breytist við að taka börkinn af. Einnig hvort ósoðin egg fljóti í kranavatni og hvað gerist ef salti er bætt við vatnið og hrært saman við.Tilraun er gerð með heimatilbúið eldgos, upplausn sykurs annars vegar í köldu vatni og hins vegar í heitu og rafmagn sem búið er til af nemendum með núningi.

Halldóra Björk Guðmundsdóttir umsjónarkennari 5. bekk