Stóra upplestarkeppnin á Stokkseyri 12. mars 2015

Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar fer fram á Stokkseyri 12. mars næstkomandi kl. 14:00. Þar munu nemendur úr 7. bekkjum frá Barnaskólanum á Stokkseyri og Eyrarbakka, Grunnskólanum í Hveragerði, Grunnskólanum í Þorlákshöfn, Vallaskóla og Sunnulækjarskóla etja kappa í upplestri. Á dögunum fór undankeppni BES fram og voru þær Tanja, Sigurbjörg og Lilja valdar fulltrúar BES ásamt varamönnunum Daníel og Oliver. Á myndinni eru þessir flottu krakkar ásamt Magnúsi skólastjóra, Kareni umsjónarkennara og Ingu Berglindi íslenskukennara.