Norræna skólahlaupið 2013

Miðvikudaginn 30. október n.k. ætla nemendur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Hlaupið verður kl. 12:35 á Stokkseyri, 1.-5. bekkur hleypur 2,5 km. og 6.-10. bekkur 5 km. Mælst er til þess að börnin mæti í góðum skóbúnaði til hlaupa og í þægilegum fötum til hreyfingar.  

___________________________________________________________

Um hlaupið – tekið af vef ÍSÍ

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnaskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.

Markmið – með norræna skólahlaupinu er leitast við:

  • ·         Að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
  • ·         Að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan

Nánar má lesa um Norræna skólahlaupið á vef Íþrótta- og ólympíusambands Íslands:

http://www.isi.is/fraedsla/norraena-skolahlaupid/