Nýr samningur við nemendur í 10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Mánudaginn 10. september var gengið frá undirritun á nýjum samningi milli Sveitarfélagsins Árborgar og nemenda í 10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nemendur taka að sér aðstoð í mötuneyti skólans og taka þátt í hádegisgæslu að höfðu samráði við skólastjórnendur og umsjónarkennara. Greiðslur fyrir þessa vinnu renna svo óskiptar í ferðasjóð 10. bekkinga.  Þeir sem undirrituðu samninginn sátu við borðið í nýuppgerðu skólamötuneyti á Eyrarbakka, frá vinstri Vigfús G. Helgason, umsjónarkennari, Sunna Valdimarsdóttir, formaður nemendafélagsins,  Viktoría Rós Jóhannsdóttir, fulltrúi í stjórn nemendafélagsins, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Böðvar Bjarki Þorsteinsson, aðstoðarskólastjóri. Í aftari röð stilltu viðstaddir sér upp til myndatöku, þ.e. aðrir nemendur í 10. bekk með þeim Söndru Dís Hafþórsdóttur, formanni fræðslunefndar, Magnúsi J. Magnússyni, skólastjóra og Þorsteini Hjartarsyni, fræðslustjóra.

 

Ljósmynd: Magnús Hlynur Hreiðarsson.