Samræmd könnunarprðf í 4., 7. og 10. bekk

Í næstu viku þreyta nemendur 4. 7. og 10. bekkjar samræmd könnunarpróf. Fyrsta prófið er mánudaginn 17. september en þá er íslenskupróf hjá 10. bekkingum. Enskan er á þriðjudegi og stærðfræði á miðvikudegi. Hjá 4. og 7. bekkingum er íslenska á fimmtudegi og stærðfræði á föstudegi. Hvetjum við alla nemendur að undirbúa sig vel fyri prófin. Auk námsundirbúnings er svefn afar mikilvægur þegar próf eru annars vegar og hvíld er nauðsynleg. Einnig er nauðsynlegt að mæta með þau gögn er þarf að nota í prófinu.