Opið hús á Eyrarbakka föstudaginn 10. febrúar

Í tilefni af 170 ára afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og að skólinn var að taka í gagnið nýtt húsnæði á Eyrarbakka, bjóðum við íbúum svæðisins og öllum áhugasömum að koma í heimsókn föstudaginn 10. febrúar milli klukkan 12:30 og 13:50. Nemendur og starfsfólk unglingastigs mun bjóða uppá vöfflukaffi og leiðsögn um skólahúsnæðið. Verið öll velkomin!