Fjölmennt á opnu húsi í BES

Starfsfólk og nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þakka íbúum og öðrum velunnurum skólans fyrir heimsóknina í dag á opið hús í nýbyggingu skólans á Eyrarbakka. Það voru fjölmargir sem komu og gæddu sér á vöfflum með rjóma og skoðuðu húsnæðið. Það var ekki annað að sjá en að íbúar væru ánægðir með aðbúnaðinn og hafi notið þess að eiga þessa stund með okkur og erum við þakklát fyrir það.

Nemendur á unglingastigi sem tóku á móti gestunum, sáum um að baka vöfflurnar og hella upp á kaffi stóðu sig með einstakri prýði. Kærar þakkir fyrir okkur.