Samskipti – fræðsla fyrir foreldra í Árborg. Fyrirlesari: Pálmar Ragnarsson

Þriðjudagskvöldið 1. desember næstkomandi býður Forvarnarteymi Árborgar í samstarfi við SAMBORG upp á fræðsluna hans Pálmars Ragnarssonar sem ber yfirheitið SAMSKIPTI. Fræðslan fer fram í gegnum vefforritið TEAMS. Pálmar byrjar með sinn fyrirlestur kl. 20:30 og er áætlað fræðslan taki ca. klukkustund. Allir velkomnir að hlusta á erindið og að því loknu gefst kostur á að spyrja spurninga og taka umræður. Tengillinn er hér að neðan en upplýsingar um hann Pálmar eru eftirfarandi:

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Fyrirlesturinn hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins, ýmis ráðuneyti og fleiri. Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á foreldrahópinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands. Fyrirlestur sem fær fólk til að hlægja og hugsa á sama tíma.

Linkurinn á fræðsluna er eftirfarandi:

Tengillinn á viðburðinn á Facebook:

https://www.facebook.com/events/1584967785028559 

 

Tengillinn á fræðsluna er eftirfarandi:

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_OGJmNzhmYTctMjM0OC00YzI3LTk1NjMtODE2MjU3OGUwYTk1%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223e415f6f-3fc6-463f-aef0-3cd11e20149c%22%2c%22Oid%22%3a%227df27f71-a047-4ac9-8ae8-c0a82d534ac3%22%7d