Vegna reglugerðar um takmörkun á skólastarfi 17. nóvember 2020   

Í dag, 17. nóvember 2020, lýkur gildistíma reglugerðar sem gefin var út í byrjun nóvembermánaðar og ný reglugerð tekur við sem gildir til 1. desember n.k. Helstu breytingar frá skipulaginu sem hefur verið í gildi í nóvember eru þessar:  

Yngra stig 

  • Ný reglugerð um undanþágu nemenda  5. -7. bekkja frá grímuskyldu leit dagsins ljós í gær. Þetta þýðir að frá og með morgundeginum, 18. nóvember, þurfa nemendur þeirra bekkja ekki að ganga með grímur og ekki lengur að gæta að nálægðarmörkum
  • Grímuskylda kennara og starfsmanna verður áfram gagnvart nemendum 8. – 10. bekkja en hún fellur úr gildi gagnvart nemendum 1. -7. bekkja, frá og með morgundeginum 18. nóvember. 
  • Reglur um blöndun, fjölda og grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum. 
  • Frímínútur. Þrískipt útganga bekkja samkvæmt skipulagi til að brjóta ekki reglur um fjölda nemenda í rými (fatahengi).  Stuttu frímínútur kl. 11:15 verða inni. 
  • Hádegishlé. Þrískipt til að brjóta ekki reglur um fjölda nemenda í rými. 
  • Skólaíþróttir og sund hefjast samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 18. nóvember 
  • Ekki er þörf á grímum í skólaakstri né hópaskiptingum.

Eldra stig 

  • Skóla lýkur kl. 12:05. Nemendur ástundi fjarnám tímana sem falla niður eftir hádegi undir stjórn viðkomandi kennara. Skólabifreið leggur af stað frá skóla kl. 12:30. 
  • Áfram verður grímuskylda starfsmanna og nemenda þar sem ekki er hægt að tryggja nálægðarmörk. Nemendum 8. – 10. bekkja ber að vera með grímur þar sem þeir geta  ekki tryggt nálægðarmörk. 
  • Skólaíþróttir hefjast á ný. Í viðbót við reglugerð sem gefin var út 17. nóvember fæst heimild til þess, svo fremi sem gætt er að hámarksfjölda nemenda. 
  • Núverandi skipulag matartíma og frímínútna heldur sér, matartímar verða keyrðir í tveimur hollum í stað þriggja.  
  • Nemendum 8. – 10. bekkja ber að ganga með grímur í skólaakstri. Áfram ber þeim að gæta að blöndun hópa.

Stjórnendur og starfsfólk Barnaskólans vinna hörðum höndum og af bestu getu að því að láta skólastarfið ganga upp samkvæmt nýjustu reglugerðum og upplýsingum. Alltaf er eitthvað sem þarfnast ábendinga eða er gagnrýnivert og gerum við okkar besta í að uppfylla þær kröfur sem til okkar eru gerðar til þess að láta reglugerðaverkið ganga upp með metnaðarfullu og öflugu skólastarfi. Við viljum þakka nemendum og aðstandendum þeirra samstarfið og stuðninginn á þessum sérkennilegu tímum og hlökkum til þess þegar skólastarf getur orðið eðlilegt á ný. 

 

Stjórnendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri