Á dögunum fengu nemendur unglingastigs skemmilega heimsókn frá kór Menntaskólans að Laugarvatni. Kórinn, sem skipa tæplega eitt hundrað nemendur, stillti sé upp á samkomustaðnum Stað á Eyrarbakka og flutti nokkur lög undir stjórn kórstjórans Eyrúnar Jónasdóttur. Á milli laga kynntu nemendur starf skólans og sögðu skemmtilega frá. Nemendur og starfsmenn unglingastigs hrifust mjög af glæsilegum flutingi kórsins enda sannarlega tilefni til.