Fimmtudaginn 6. júní verður Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri slitið.
Skólaslitin fara fram í sal skólans á Stokkseyri.
Foreldrar, forréðamenn eða aðrir aðstandendur eru velkomnir á skólaslit hvers hóps fyrir sig.
Skipulag skólaslita verður eftirfarandi:
Kl. 9:00 1. – 6.bekkur. Rúta fer frá skólanum á Eyrarbakka kl. 8:45 á beint á Stokkseyri og kl. 9:30 ferð á Eyrarbakka og hringur um þorpið.
Kl. 10:00 7. – 9. bekkur. Rúta fer frá skólanum á Eyrarbakka kl. 9:45 beint á Stokkseyri og kl. 10:30 ferð á Eyrarbakka og hringur um þorpið.
Kl. 13:00. Útskrift 10. bekkjar. Engar rútuferðir verða tengdar henni. Eftir athöfnina verða kaffiveitingar fyrir nemendur og aðstandendur þeirra.