Skólaslit BES

Skólaslit Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fóru fram á Stað á Eyrarbakka þriðjudaginn 4. júní. Í erindi skólastjóra kom m.a. fram að góður svipur hafi verið á skólastarfinu í vetur og nemendur almennt sinnt náminu af kostgæfni. Vorvitnisburðir nemenda beri þeim vitni um framfarir og dugnað. Félagslíf nemenda hafi verið gott og ýmislegt nýtt á spilunum svo sem, árshátíð unglingastigsins sem lánaðist sérlega vel og síðast en ekki síst þátttaka nemenda í Þjóðleik sem þeir tóku þátt í af miklum krafti. Barnabær var á sínum stað á vordögum og lánaðist það verkefni með ágætum. Í ár tóku leikskólanemar þátt í Barnabæ af fullum krafti. Einnig voru foreldrar og atvinnulífið virkir þátttakendur. Um Barnabæ lét bæjarstjórn Árborgar bóka eftirfarandi:

–       liður 13, 1206087, Barnabær. Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með verkefnið og er skólinn vel að hvatningarverðlaunum Heimils og skóla kominn. Frumkvæði skólans er öðrum til fyrirmyndar.

Skólastjóri og starfsfólk BES óskar nemendum og foreldrum sólríku og farsælu sumarfríi

 Myndir frá skólaslitunum