Skólastarf að loknu jólaleyfi

Kæru nemendur og forráðamenn – Gleðilegt ár!

Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 4. janúar 2022. Skólarúta gengur samkvæmt áætlun. Við viljum minna foreldra og forráðamenn á að láta vita af veikindum eða öðrum leyfum. Skólastarf fer að mestu leiti fram með óskertum hætti innan tilskipana reglugerðar frá Heilbrigðisráðuneytinu og gildir frá 23. desember 2021 til 14. janúar 2022. Helstu atriði reglugerðarinnar er varða skólastarf eru þessi:

  • Á öllum skólastigum miðast hámarksfjöldi barna/nemenda við 50 einstaklinga í rými.
  • Hámarksfjöldi starfsfólks í sama rými eru 20 manns og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.
  • Nálægðarmörk: Almennt gildir 2 metra nálægðarregla, í kennslustofum skal leitast við að hafa minnst 1 metra milli nemenda í en að öðrum kosti ber nemendum í framhalds- og háskólum að bera grímu. Nálægðartakmarkanir taka ekki til barna á leikskólaaldri og ekki til starfsfólks í samskiptum við þau börn.
  • Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.

Þetta þýðir að við þurfum að afgreiða hádegisverð á Stokkseyri í tveimur hlutum til að brjóta ekki þessar reglur.

Við höldum af stað í nýtt ár full bjartsýni og gleði. Ef eitthvað er óljóst varðandi skólastarfið sem framundan er veita stjórnendur nánari upplýsingar.