Kæru foreldrar/forráðamenn. Það gleður okkur að segja frá því að blessunarlega fundust engin smit úr skimun gærdagsins meðal starfsmanna. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um smit nemenda. Þetta þýðir að skólastarf fer af stað á nýjan leik á morgun, fimmtudaginn 29. apríl og verður unnið út frá gildandi reglum um sóttvarnir í grunnskólastarfi. Vegna skerðingarinnar á skólastarfi síðustu daga þurfum við að fresta fyrirhugaðri árshátíð unglingastigs fram í miðjan maí, hátíðin átti að fara fram á morgun fimmtudag.
Við leggjum mikla áherslu á að ef ykkar börn eru að sýna einkenni sé þeim haldið heima og þau send í sýnatöku. Til þess að komast fyrir útbreiðslu veirunnar þurfum við að standa þétt saman og leggja okkur verulega fram í sóttvörnum þar sem við látum öryggi ganga fyrir öllu öðru.
Ef þið hafið spurningar, ábendingar eða viljið ræða stöðuna, hikið ekki við að hafa samband.
Stjórnendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri