Vel heppnuð árshátíð yngra stigs

Á dögunum fór árshátíð miðstigs fram. Í tvígang þurftum við að fresta árshátíðinni vegna Covid aðstæðna en í þriðja skiptið tókst það. Árshátíðin var með óvenjulegu sniði, engir gestir leyfðir og öll umgjörð með látlausu sniði. Engu að síður fór árshátíðin mjög vel fram og nemendur og starfsmenn voru alsælir eftir frábæra framistöðu og mikinn gleðidag. Boðið var upp á streymi fyrir aðstandendur, upptöku af árshátíðinni er að finna á þessari slóð:

https://www.facebook.com/1656557644579455/videos/780842952838008