Skóli hefst á ný að loknu jólaleyfi 5. janúar

Frá og með þriðjudeginum 5. janúar næstkomandi tekur gildi ný reglugerð er varðar skólastarf með takmörkunum vegna heimsfaraldurs. Sú reglugerð gerir okkur kleift að taka upp skólastarf nær óskert frá fyrsta skipulagi skólaársins. Einungis eru settar hömlur á  fjölda starfsmanna í rýmum en nemendur geta stundað sitt nám án takmarkanna. Helstu ákvæði  reglugerðarinnar er varða grunnskóla eru þessi:

1. Nemendur mega vera allt að 50 í hverju rými og eru undanþegnir nálægðarmörkum og grímuskyldu.
2. Heimilt er að blanda nemendum milli hópa.
3. Heimilt er að víkja frá fjöldatakmörkunum í sameiginlegum rýmum, þ.m.t mötuneytum og skólaakstri ef starfsfólk notar grímur.

Skólastarf hefst því á öllum aldursstigum skólans kl. 8:15 þriðjudaginn 5. janúar 2021 með kennslu í öllum námsgreinum.  Mötuneyti skólans mun opna frá sama tíma og akstursáætlun skólabíls verður með upprunalegum hætti.

Þrátt fyrir þessar tilslakanir munum við eftir sem áður leggja áherslu á sóttvarnir:

1. Starfsmenn skulu nota andlistgrímur ef ekki er unnt að tryggja 2 m nálægðarmörk milli starfsmanna og í sameiginlegum rýmum í skólahúsinu.
2. Ekki skulu vera fleiri en 20 starfsmenn í hverju rými.
3. Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabygginguna en ef nauðsyn ber til skulu þeir nota andlitsgrímur.  Aðrir en starfsfólk sem þurfa að koma inn í skólabygginguna skulu nota andlitsgrímur.
4. Starfsmenn skulu gæta að sóttvörnum við notkun sameiginlegra áhalda s.s. ljósrita, símtækja o.þ.h. og sótthreinsa fyrir og eftir notkun.
5. Starfsfólk mötuneytis mun skammta allan mat og nota andlitsgrímur við öll störf sín.

Við tökum upp nestisreglur skólans á ný og óskum við eftir að forráðamenn virði þær, hollt og gott nesti er mjög mikilvægt. Samokugrill og örbylgjuofnar í nemendarýmum verða teknir í gagnið á ný.

Stjórnendur BES