Betri svefn – fræðsla fyrir foreldra

Þriðjudagskvöldið 12. janúar næstkomandi býður Forvarnarteymi Árborg í samstarfi við SAMBORG upp á fræðsluna hennar Erlu Björnsdóttur sem ber yfirheitið Betri Svefn. Í fyrirlestri sínum mun Erla tala almennt um svefn og mikilvægi hans, svefnþörf á mismunandi aldri, tala um þætti sem hafa áhrif á svefn og svefnleysi og gefa góð ráð fyrir bættan nætursvefn. Fræðslan fer fram í gegnum vefforritið TEAMS. Erla byrjar með sinn fyrirlestur kl. 20:30 og er áætlað fræðslan taki ca. klukkustund. Allir velkomnir að hlusta á erindið og að því loknu gefst kostur á að spyrja spurninga og taka umræður. Tengillinn er hér að neðan en upplýsingar um hana Erlu eru eftirfarandi:

Erla Björnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Erla lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn.

Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Erla hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi. Erla starfar einnig við kennslu og sem leiðbeinandi BS og meistaranema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla er einnig höfundur bókarinnar Svefn sem kom út í mars 2017 og barnabókarinnar Svefnfiðrildin sem kom út árið 2020.

Tengillinn á viðburðinn á Facebook:

https://www.facebook.com/events/418002035921112/

 

Tengillinn á fræðsluna er eftirfarandi:

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YWU1Yzk2M2EtYjI0Mi00OTgyLWI3ZDItMTNiYTAzMWM3ZmEw%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223e415f6f-3fc6-463f-aef0-3cd11e20149c%22%2c%22Oid%22%3a%227df27f71-a047-4ac9-8ae8-c0a82d534ac3%22%7d