Fréttasafn
Fréttir frá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri
Hátíðarkveðjur
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er kominn í jólafrí en skrifstofa skólans opnar að nýju á starfsdegi mánudaginn 5. janúar klukkan 9:00. Nemendur mæta svo í skólann þriðjudaginn 6. janúar en þá hefst skólahald samkvæmt stundaskrá. Gleðileg jól og farsælt […]
Lesa Meira >>Spil vikunnar á unglingastigi
Á aðventunni höfum við verið með spil vikunnar á unglingastigi. Undanfarnar fjórar vikur höfum við kynnt eitt spil í viku sem spilað er með hefðbundnum spilastokk. Fyrstu vikuna var spilað Kings around the corner (Kóngarnir á köntunum), þar á eftir komu Flétta, Rússi og nú síðast Gúrka. […]
Lesa Meira >>Jólatónleikar
Miðvikudaginn 10. desember hélt Skólakór BES stórglæsilega jólatónleika í skólahúsnæðinu á Stokkseyri. Þar komu fram bæði yngri og eldri kórinn með nemendum úr 1.–6. bekk og sköpuðu fallega og hátíðlega stemningu. Anna Vala Ólafsdóttir kórstjóri stýrði tónleikunum af mikilli fagmennsku […]
Lesa Meira >>Vasaljósaganga 7.-10. bekkjar
Í morgunsárið lögðu nemendur í 7.-10. bekk af stað í hina árlegu vasaljósagöngu frá skólanum á Eyrarbakka yfir í Stokkseyri, þar sem afhjúpun jólagluggans beið þeirra. Gengið var eftir fallegum fjörustígnum sem liggur milli þorpanna, um 5 km leið. Það […]
Lesa Meira >>Jólaglugginn opnaður með ljósaferð yfir milli byggðanna
Jólaglugginn var opnaður í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri í morgun. Nemendur frá Eyrarbakka gengu með vasaljós frá Eyrarbakka og svo sungu allir 2 jólalög og glugginn var afhjúpaður.
Lesa Meira >>Jólahefð
Í vikunni þáðu nemendur 10. bekkjar hið árlega boð frá Byggðasafni Árnesinga um að skreyta eftirlíkingu af elsta jólatré landsins í Húsinu á Eyrarbakka. Þessi heimsókn er ein af okkar uppáhalds hefðum í BES. Upprunalega jólatréð, sem er spýtutré frá […]
Lesa Meira >>Ný stjórn foreldrafélags BES hefur hafið störf
Í morgun funduðu fulltrúar nýrrar stjórnar foreldrafélags Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri með stjórnendum skólans. Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð og farsæld nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Í nýrri stjórn foreldrafélagsins eru: Edda […]
Lesa Meira >>Forvarnardagur Árborgar 2025
Miðvikudaginn 8. október tóku nemendur í 9. bekk BES þátt í Forvarnardeginum sem haldinn er árlega að frumkvæði forseta Íslands. Markmið dagsins er að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnarstarfi sem snúa að ungu fólki og fræða þau um […]
Lesa Meira >>Mílan á miðstigi
Í haust hófu nemendur í 5.-6. bekk þátttöku í verkefninu Mílan, sem er að skoskri fyrirmynd og þekkt víða um heim undir heitinu The Daily Mile. Um 5.000 skólar um allan heim taka þátt í verkefninu og nú er það […]
Lesa Meira >>Dagur íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur hér í BES þriðjudaginn 16. september. Nemendur í 1.-4. bekk fóru saman í fjöruna á Stokkseyri þar sem þau rannsökuðu lífríkið við sjóinn og nutu útivistar. Nemendur í 5.-6. bekk plöntuðu trjám í Tjarnarskógi […]
Lesa Meira >>