Fréttasafn

Fréttir frá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri

Enginn akstur skólabíla í dag

25. febrúar 2022

Þar sem veðurspár eru verulega slæmar fyrir daginn mun skólabíll ekki ganga í dag, föstudaginn 25. febrúar. Skólinn mun hins vegar stefna að skólastarfi, húsin munu opna kl. 7:30. Bestu kveðjur, Páll Sveinsson, skólastjóri

Lesa Meira >>

BES lítur sér nær og fjær

21. febrúar 2022

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri fékk styrk frá Sprotasjóði í fyrra til að efla samband og samvinnu við nærumhverfi skólans – BES lítur sér nær. Fyrsti hluti þeirrar vinnu leit dagsins ljós á dögunum þegar nemendur skólans unnu með Ástu …

BES lítur sér nær og fjær Read More »

Lesa Meira >>

Vetrarfrí 21. og 22. febrúar

19. febrúar 2022

Vetrarfrí verður við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri mánudaginn 21. febrúar og þriðjudaginn 22. febrúar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. febrúar.

Lesa Meira >>

Enginn akstur skólabíla vegna ófærðar – mánudaginn 14. febrúar

14. febrúar 2022

Skólabílar ganga ekki í dag, mánudaginn 14. febrúar vegna ófærðar. Staðan verður tekin þegar líður á morguninn, mögulega fer aksturinn í gang á ný síðar um morguninn. Skólarnir verða opnir fyrir þá nemendur sem komast í skólann í dag og …

Enginn akstur skólabíla vegna ófærðar – mánudaginn 14. febrúar Read More »

Lesa Meira >>

Akstur skólabíla fellur niður

8. febrúar 2022

Skólabílar ganga ekki í dag vegna veðurs við Barnaskólann Eyrarbakka og Stokkseyri. Staðan verður tekin þegar líður á morguninn, mögulega fer aksturinn í gang á ný ef veðrinu slotar. Skólarnir verða opnir fyrir þá nemendur sem komast í skólann í …

Akstur skólabíla fellur niður Read More »

Lesa Meira >>

Skólastarf fellur niður mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs

6. febrúar 2022

Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland á morgun mánudaginn 7. febrúar. Vegna þess hefur yfirstjórn Árborgar ákveðið að skólastarf í sveitarfélaginu falli niður. Nánari upplýsingar veita stjórnendur. Stjórnendur

Lesa Meira >>

Starfsdagur og nemenda- og foreldraviðtöl

2. febrúar 2022

Fimmtudaginn 3. febrúar er starfsdagur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Kennarar og starfsmenn skólans nýta þann dag til undirbúnings fyrir nemenda- og foreldraviðtölin sem fram fara föstudaginn 4. febrúar. Foreldraviðtölin fara fram í fjarfundarbúnaði en einnig í staðviðtölum þar …

Starfsdagur og nemenda- og foreldraviðtöl Read More »

Lesa Meira >>

Nýjar reglur vegna Covid-19

25. janúar 2022

Í dag komu út nýjar reglur vegna Covid-19 en þær taka gildi á miðnætti. Reglurnar er að finna á vef Stjórnarráðsins www.stjornarradid.is. Þar má t.a.m. finna spurt og svarað vegna hinna nýju reglna. Það helsta er varðar skólstarfið er þetta:Heilbrigðisráðherra hefur …

Nýjar reglur vegna Covid-19 Read More »

Lesa Meira >>

Skólastarf fellur niður vegna slæmrar veðurspár kl. 9:35 í dag

25. janúar 2022

Að höfðu samráði við GT rútufyrirtæki þurfum við að koma öllum nemendum heim fyrir kl. 10 núna í morgunsárið. Rútufyrirtækið metur stöðuna þannig að ekki sé óhætt að halda uppi akstri í því veðri sem spáð er. Skólabíll fer frá …

Skólastarf fellur niður vegna slæmrar veðurspár kl. 9:35 í dag Read More »

Lesa Meira >>

Kennslufyrirkomulag unglingastigs frá 24. janúar

19. janúar 2022

Ákveðið hefur verið að kennsla á unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hefjist mánudaginn 24. janúar n.k. Kennslan fer fram í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka og í Rauða  húsinu á Eyrarbakka. Aðstæður sem þar eru fyrir hendi gera kennurum og …

Kennslufyrirkomulag unglingastigs frá 24. janúar Read More »

Lesa Meira >>

Vegna húsnæðismála BES á Eyrarbakka

19. janúar 2022

Síðla haust 2021 óskuðu stjórnendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri  eftir því við umsjónarmann fasteigna hjá sveitarfélaginu Árborg að gerð yrði loftgæðaúttekt á húsnæði skólans á Eyrarbakka. Verkfræðistofan EFLA var fengin til verksins í desember 2021 og voru niðurstöður úr …

Vegna húsnæðismála BES á Eyrarbakka Read More »

Lesa Meira >>

Magnús J. Magnússon hlaut menntaverðlaun Suðurlands

17. janúar 2022

Magnús J. Magnússon, fyrrverandi skólastjóri og núverandi leiklistarkennari við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, hlaut á dögunum menntaverðlaun Suðurlands frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Við óskum Magnúsi innilega til hamingju með verðlaunin! Hér má sjá umfjöllun um Magnús af vefnum www.sunnlenska.is, …

Magnús J. Magnússon hlaut menntaverðlaun Suðurlands Read More »

Lesa Meira >>