Fréttasafn

Fréttir frá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri

Memory, architecture and Identity

14. apríl 2023

Nemendur í 8. – 10. bekk fengu heimsókn í lífsleiknitíma í vikunni. Það var listasmiðja í boði Listasafns Árnesinga sem ber nafnið ,,Memory, architecture and Identity“. Leiðbeinandinn heitir Yara Zein en hún kemur frá Líbanon og hefur verið búsett á […]

Lesa Meira >>

Gleðilega páska

2. apríl 2023

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska.    Sjáumst aftur þriðjudaginn 11. apríl, þá hefst skóli aftur samkvæmt stundaskrá 🙂

Lesa Meira >>

Stóra upplestrarkeppni Árborgar

23. mars 2023

Í dag var Stóra upplestrarkeppni Árborgar 2023 haldin við hátíðlega athöfn í Sunnulækjarskóla. Þar öttu kappi níu frambærilegir nemendur úr Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, þrír frá hverjum skóla. Fulltrúi frá BES, Kristrún Birta Guðmundsdóttir, lenti í […]

Lesa Meira >>

Stóra upplestrarkeppni BES í 7. bekk

17. mars 2023

Á hverju ári er Stóra upplestrarkeppnin haldin hátíðleg með nemendum í 7. bekk. Stóru upplestrarkeppninni er ýtt úr vör á degi íslenskrar tungu 16. nóvember en þá er sérstök áhersla lögð á lestur og nemendur hvattir til að vera duglegir […]

Lesa Meira >>

Textílsmiðja í boði Listasafns Árnesinga

22. febrúar 2023

Nemendur í 5. bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri voru þessa og síðustu viku í textílsmiðju sem var samstarfsverkefni skólans, Listasafns Árnesinga og Ástu Guðmundsdóttur. Listasafn Árnesinga fékk hina ýmsu listamenn til að fara með margvíslegar smiðjur í skólana, […]

Lesa Meira >>

Fjölmennt á opnu húsi í BES

10. febrúar 2023

Starfsfólk og nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þakka íbúum og öðrum velunnurum skólans fyrir heimsóknina í dag á opið hús í nýbyggingu skólans á Eyrarbakka. Það voru fjölmargir sem komu og gæddu sér á vöfflum með rjóma og skoðuðu […]

Lesa Meira >>

Opið hús á Eyrarbakka föstudaginn 10. febrúar

8. febrúar 2023

Í tilefni af 170 ára afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og að skólinn var að taka í gagnið nýtt húsnæði á Eyrarbakka, bjóðum við íbúum svæðisins og öllum áhugasömum að koma í heimsókn föstudaginn 10. febrúar milli klukkan 12:30 […]

Lesa Meira >>

Skólaakstur hefst klukkan 10:00

7. febrúar 2023

Skólabíll ekur eins og hér segir kl. 10:00 Frá hringtorgi við Baldurshaga/Sumarbústaði STO kl. 10:03 Frá Þuríðarbúð kl. 10:05 Frá Skóla STO – að skóla EYR Rútan fer svo hringinn á Eyrarbakka og frá skóla á Eyrarbakka klukkan 10:30. ATH! […]

Lesa Meira >>

Skólaakstur hefst í fyrsta lagi klukkan 10:00

7. febrúar 2023

Veðurmælar á Eyrarbakka sýna enn 27 metra í hviðum og því mun GTS ekki aka skólabíl alveg strax. Endurskoðum stöðuna klukkan 10:00. Starfsfólk er mætt til vinnu og börnin eru velkomin.

Lesa Meira >>

Veðurspáin stóðst

7. febrúar 2023

Við mælum með að foreldrar haldi börnum sínum heima þar til veðrinu slotar og skilaboð koma frá skóla. Það eru 3 starfsmenn í húsi á Stokkseyri ef einhver börn koma og líklega verður húsið á Eyrarbakka opnað klukkan 7:30. Farið […]

Lesa Meira >>

Skólahreysti 2023 – undankeppni BES

1. febrúar 2023

Unglingastigið hélt undankeppni í skólahreysti í dag. Allir nemendur í 7. -10.bekk fengu að spreyta sig á brautinni og prufa þrautirnar. Alls voru 13 keppendur sem tóku þátt í undankeppninni. Ýmist var keppt í að hanga sem lengst, upphýfingum, dýfum, […]

Lesa Meira >>

Skólaakstri seinkar um 30 mínútur í dag 31. janúar 2023

31. janúar 2023

Skólaakstur að morgni verður sem hér segir: 8:00 Frá hringtorgi við Baldurshaga/sumarbústaði STO 8:03 Frá Þuríðarbúð 8:06 Frá skóla Stokkseyri að skóla Eyrarbakka 8:15 Frá skóla Eyrarbakka að skóla Stokkseyri

Lesa Meira >>