Fréttasafn
Fréttir frá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri
Nemenda- og foreldraviðtöl 6. nóvember
Kæru foreldrar/forráðamenn. Foreldra- nemendaviðtöl fara fram þriðjudaginn 6. nóvember n.k. í húsnæði skólans á Stokkseyri. Markmiðið með viðtölunum er að ræða líðan og stöðu nemenda í skólanum. Umsjónarkennarar senda út rafræna sjálfsmatskönnun sem við viljum biðja forráðamenn að svara með […]
Lesa Meira >>Haustfrí 18. og 19. október
Fimmtudaginn 18. október og föstudaginn 19. október er haustfrí í grunnskólum Árborgar. Fellur þá allt skólastarf niður í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Frístundin Stjörnusteinar verður einnig lokuð þessa daga. Skólastarf hefst skv. stundarskrá mánudaginn 22. október. Kveðjur, Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka […]
Lesa Meira >>Ensk ljóð flutt á Sólvöllum
Nemendur í 9. og 10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fóru fimmtudaginn 11. október í heimsókn á dvalaheimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Tilgangurinn með heimsókninni var að lesa ljóð á ensku og útskýra stuttlega innihald ljóðanna á íslensku. Þarna fengu […]
Lesa Meira >>Barnaskólinn útvegar nemendum sundgleraugu
Á dögunum keypti Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri 20 sundgleraugu til notkunar fyrir nemendur í skólasundi. Ekki er vaninn að skólar útvegi slíkan búnað fyrir nemendur en við viljum gera betur og aðstoða með þessum hætti nemendur við að ná […]
Lesa Meira >>Stórskemmtileg skólavaka
Skólavaka Barnaskólans fór fram miðvikudaginn 26. september en þar kynnti skólinn starf sitt og áherslur skólaársins. Magnús J. Magnússon skólastjóri setti vökuna og sagði frá sýn skólans, þar sem nemendandinn væri stöðugt í fyrirrúmi. Ragnheiður Jónsdóttir kynnti forvarnarstarf gegn einelti […]
Lesa Meira >>Skólavaka Barnaskólans miðvikudaginn 26. september
Miðvikudaginn 26. september n.k. fer fram Skólavaka Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri kl. 17:30 í skólahúsnæðinu á Stokkseyri. Að þessu sinni verður ein skólavaka í stað tveggja eins og fyrri ár. Tilgangur skólavökunnar er fjölþættur. Þar gefst skólanum tækifæri á […]
Lesa Meira >>Fræðsluerindi um kvíða
Kvíðafræðsla fyrir nemendur og starfsfólk skóla í 7.-10.bekk og foreldra þeirra Mikil umræða hefur verið um vaxandi kvíða og vanlíðan barna og ungmenna. Rannsóknir sýna tengsl milli aukinnar skjánotkunar og þá sérstaklega samfélagsmiðlanotkunar, of lítils svefns og kvíða- og vanlíðunareinkenna. […]
Lesa Meira >>