Stjórnmálaflokkar stofnaðir í BES

Á dögunum unnu nemendur í 10. bekk BES að stofnun stjórnmálaflokka en vinnan var liður í þjóðfélagsfræðikennslu Hauks Gíslasonar samfélagsfræðikennara. Nemendur skiptu árganginum upp í flokka sem höfðu sitt nafn og sín stefnumál á hreinu. Blásið var til kynningarfundar á sal þar sem flokkarnir kynntu sín helstu stefnumál. Í kjölfarið fóru fram kosningar þar sem nemendur unglingastigs og starfsmenn voru kosningabærir. Frábært verkefni þarna á ferðinni og eiga nemendur og kennari hrós skilið fyrir flotta vinnu.