Skuggakosningar á unglingastigi BES

Nemendur unglingastigs hafa verið sérlega áhugasamir um nýafstaðnar kosningar og er óhætt að segja að lýðræðisvitund ungs fólks sé mikil og góð í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þær stöllur úr 10. bekk, Tanja og Margrét, voru í forsvari fyrir skuggakosningum unglingastigs sem þær skipulögðu og framkvæmdu föstudaginn 27. október síðastliðinn. Þær mynduðu kjörstjórn og á kjörskrá voru nemendur 7. – 10. bekkjar. Kjörsókn var með ágætum, ríflega 73%. Niðurstöður kosninganna má sjá hér: