Slysavarnardeildin Björg Eyrarbakka færir skólanum gjöf

Halla Guðlaug Emilsdóttir og Drífa Pálín Geirsdóttir, stjórnarkonur í slysavarnardeildinni Björg Eyrarbakka komu færandi hendi í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag og færðu skólanum hjartastuðtæki, á báðar starfsstöðvar skólans, fyrir hönd deildarinnar. Þessi gjöf skiptir skólann miklu máli og við erum þakklát fyrir velvilja og umhyggju nærsamfélagsins við skólann. Stjórnendur, starfsfólk og nemendur skólans færa deildinni góðar þakkir. En eins góð og gjöfin er þá vonumst við innilega til þess að þurfa aldrei að nota hana.