Kæru foreldrar/forráðamenn. Nú bíðum við niðurstaðna úr skimun dagsins. Þegar allar niðurstöður eru komnar í hús getum við tekið ákvörðun um framhaldið, þ.e. hvort hægt sé að halda uppi skólastarfi á morgun. Það er ekki ljóst á þessari stundu hvenær niðurstöður liggja fyrir, það gæti orðið seint í kvöld eða jafnvel ekki fyrr en í fyrramálið. Því óskum við eftir því að þið fylgist vel með pósti frá okkur og upplýsingum á heimasíðu og samfélagsmiðlum.
