Gjöf frá foreldrafélaginu
Foreldrafélagið gaf skólanum gínu fyrir textíl og hefur hún fengið nafnið Besdía. Þökkum við foreldrafélaginu kærlega fyrir.
Fatasund
Sundkennsla nemenda er nú að ljúka þegar haustfrí hefst, og nemendur fara aftur í sund eftir páska þegar næsta sundnámskeið hefst. Nemendur í 5.-10. bekk enduðu sundnámskeiðið á hápunkti með því að hafa fatasund. Þar fengu nemendur tækifæri til að prófa að synda í venjulegum fötum, eins og peysu og buxum, sem reyndist bæði krefjandi […]
Forvarnardagur Árborgar
Miðvikudaginn 2. október tóku nemendur í 9. bekk þátt í Forvarnardegi Árborgar. Nemendum úr grunnskólum Árborgar var skipt í hópa og fengu kynningar á ýmsu tengdu forvörnum, heilsu og lífsstíl. Viðburðurinn var fræðandi og skemmtilegur, og nemendur okkar tóku virkan þátt. Hér má sjá myndir frá deginum.
Gjafir frá foreldrafélaginu
Stjórn foreldrafélagsins færði okkur gjöf á dögunum fyrir hönd foreldrafélagsins. Yngra stigið fékk að gjöf skóflur í nýja sandkassann og unglingastigið fékk að gjöf nýja fótbolta og körfubolta. Þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa gjöf.
Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Skólasetning fer fram í húsnæði skólans á Stokkseyri fimmtudaginn 22. ágúst n.k. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara. Kl. 09:00 Nemendur í 2.- 6. bekk, f. 2017-2013. Kl. 10:00 Nemendur í 7. -10. bekk, f. 2012-2009. Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar (f. 2018) verða boðaðir til viðtals með umsjónarkennara. Að dagskrá lokinni […]