Kór Barnaskólans á landsmóti
Á dögunum gerði kór Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri góða ferð á landsmót skólakóra á Akranesi. Kórinn stóð sig mjög vel, skemmti sér konunglega og öðlaðist mikla og góða reynslu. Stjórnandi kórsins, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, sést hér á mynd með kórnum ásamt foreldraráði kórsins sem kom að skipulagningu ferðarinnar.
Spánarfarar í BES – Erasmus+
Laugardaginn 23. mars munu tíu nemendur BES úr 7. og 8.bekk halda af stað til Spánar þar sem þau verða fulltrúar skólans í Erasmus+ samstarfverkefninu European Cultural Heritage, meeting to build our future! Þátttökulönd verkefnisins eru Spánn, Þýskaland, Grikkland og Ísland. Spennandi verður að fylgjast með ferðalagi þeirra á heimasíðu verkefnisins https://erasmustreasurechest.blogspot.com/ og fyrir áhugasama […]
Lið 7. bekkjar valið fyrir Stóru upplestrarkeppna
Í dag fór fram undankeppni Barnaskólans fyrir Stóru upplestrarkepnina sem fram fer í Hveragerði þann 27. mars næstkomandi. Nemendur 7. bekkjar hafa stundað stífar æfingar fyrir keppnina og þau stóðu sig sannarlega með prýði í dag. Undankeppnin fór fram á Stokkseyri, foreldrar nemendanna og nemendur 6. bekkjar voru sérstakir gestir. Eftir glæsilegan upplestur skáldsögu og […]