Litlu jól og jólaleyfi
Fimmtudaginn 20. desember verða Litlu jól Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri haldin í húsnæði skólans á Stokkseyri. Skólinn hefst kl. 8:15 þennan dag en þá verða svokölluð stofujól í þar sem nemendur eiga hátíðlega og ljúfa stund með umjónarkennara. Þar gefst nemendum færi á að snæða sparinesti og pakkaleikir eiga sér stað. Sparinesti inniber ekki […]
Laufabrauð á laugardaginn
Foreldrafélagið verður með laufabrauðsstund í skólanum á Stokkseyri, laugardaginn 8. des frá kl. 11-15 eða á meðan birgðir endast. Við ætlum að selja í pakka 2 óskorin laufabrauð fyrir 500kr. sem þið skerið að vild og svo verða herlegheitin steikt og þið takið þetta með heim. Á meðan verður boðið upp á kaffi, djús og […]
Jólamánuðurinn að ganga í garð
Nemendur og starfsfólk Barnaskólans hafa staðið í að skreyta húsnæði skólans hátt og lágt enda aðventan að bresta á. Í vikunni fóru svo nemendur 10. bekkja með Halldóru umsjónarkennara í Húsið á Eyrarbakka að skreyta elsta jólatré landsins. Gleðilega aðventu! Starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri