Skólaakstur fellur niður í dag, 21. febrúar vegna veðurs
Vegna veðurs verður ekki hægt að aka skólabílnum fyrir hádegi í dag. Skólarnir eru opnir og foreldrar/forráðamenn beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum.
Súputónleikar sunnudaginn 18. febrúar
Sunnudaginn 18. febrúar 2018 verða haldnir fjáröflunar- og súputónleikar í sal skólans á Stokkseyri. Núverandi og fyrrverandi nemendur skólans spila og syngja og einnig eru þarna starfsmenn og foreldrar sem koma fram. Hugmyndin með þessum tónleikum er að safna fyrir tónmenntastofuna okkar. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 og að þeim loknum er boðið upp á súpu og brauð […]
Kötturinn sleginn út tunnunni í BES
Í dag öskudag var glatt á hjalla hjá nemendum og starfsfólki Barnaskólans enda tilefni ærið, Öskudagur sjálfur runninn upp. Auk þess að slá köttinn úr tunnunni skemmtu nemendur og starfsfólk skólans sér í allskyns stöðvavinnu þar sem hægt var að föndra, sauma hefðbundna öskupoka, dansa, spila, fara í snúsnú og marg skemmtilegt. Ýmsar furðuverur voru […]