Útikennsla í íþróttum
Stefnt er að því að hafa íþróttakennslu úti fyrstu þrjár vikurnar í haust ef veður leyfir. Æskilegt er að börnin komi í liprum klæðnaði og skóm sem henta í hlaup og leiki þá daga sem þau fara í íþróttir. Ekki er gert ráð fyrir að börnin fari í sturtu eftir útiíþróttatíma.
Kvenfélag Stokkseyrar gefur BES fjóra I-Pad
Á skólasetningu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 22. ágúst s.l. afhenti Hulda Ósk Guðmundsdóttir, gjaldkeri kvenfélags Stokkseyrar, Barnaskólanum fjóra I-Pad að gjöf að verðmæti 250 þúsund króna. Kvenfélagið hefur veg og vanda af sölu hátíðarkaffis á sjómannadag ár hvert og að þessu sinni var ágóðinn af kaffisölunni notaður í þessa höfðinglegu gjöf. Snjallspjöld eins og […]
Öflugt kórastarf í vetur
Tveir kórar munu starfa á yngra stigi BES í vetur ásamt því að verið er að stofna unglingakór BES. Í kórnum verða nemendur í 7.-10.bekk, þátttaka í kór er val. Skráning í unglingakór fer fram hjá Unni ritara en hjá Gúddý á Stokkseyri. Yngri kórarnir munu æfa á skólatíma á Stokkseyri en verið er að […]