Verkefnadagur kennara 18. janúar 2016
Kæru foreldrar og forráðamenn Eins og fram kemur á skóladagatali skólans er verkefnadagur kennara mánudaginn 18. janúar og er þá frí hjá nemendum. Skólavistin Stjörnusteinar opnar kl. 07.45 og er opin til kl. 17.00. Eru forráðamenn beðnir um að láta skólavistina vita ef menn ætla að nýta sér þessa þjónustu. Símar eru 480 3218 / 861 3691 […]
Skólaakstur í dag!
Stefnt er að því að hefja skólaakstur kl.10.00 Myndi þá skólabíllinn fara frá skólanum á Stokkseyri að skólanum á Eyrarbakka og svo til baka þar sem erfitt er að keyra skólabílinn um götur bæjanna. Ef einhverjar breytingar verða kemur það fram á heimasíðu og Mentor. Skólastjóri
Seinkun á skólaakstri í dag þriðjudaginn 12. janúar
Vegna veðurs og færðar verður seinkun á skólaakstri í dag. Tilkynning um skólaakstur verður sent á Mentor og heimasíðu!
Áramótakveðja og fréttabréf fræðslusviðs
Kæru foreldrar/forráðamenn. Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs sendum við út nýársfréttabréf fræðslusviðs. Þar eru nokkrar fréttir frá skólum sveitarfélagsins og skólaþjónustu og fjallað um hluta af því sem er á döfinni á næstunni. Á forsíðu er fjallað um stjórnendanámskeið sem haldið var fyrir áramót, HAM-námskeið fyrir unglinga sem verða í boði á […]
Vasaljósaferð 3. bekkjar
Þriðji bekkur skellti sér í vasaljósaferð fimmtudaginn 17. desember í fyrsta tíma. Nemendum var skipt í 3 hópa, sem fengu það verkefni að halda fund og ákveða nafn á hópinn, hópkall, jólalag til að syngja eftir hverja þraut og velja líka einn ritara og einn til að vera skrifborð. Hóparnir fengu nöfnin Sléttuhundarnir, Snæfinnur og […]