Yngra stig Barnaskólans verðlaunað fyrir lestur
Fimmtudaginn 17. mars voru veittar viðurkenningar fyrir lestrarátakið „Allir lesa“ í Barnaskólanum á Stokkseyri. Hafdís Sigurjónsdóttir skólabókavörður skólabókasafnsins veitti veglegri bókagjöf viðtöku fyrir hönd skólans af þessu tilefni frá www.allirlesa.is. Nú hafa 18 nýjar bækur bæst við safnið og má með sanni segja að þær hafi komist í góðar hendur. Nemendur á miðstigi sigruðu í […]
Frestun árshátíðar
Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sem halda átti 18. mars er frestað vegna veikinda starfsmanna og nemenda. Hún verður haldin föstudaginn 1. apríl. Nánari dagskrá send út þriðjudaginn 29. mars. Kveðja, Nemendur og starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Nýjung á skólabókasafni BES
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á skólabókasafni Barnaskólans að nemendur í 6. bekk mæla með bók fyrir nemendur BES. Í hverri viku eru 2 nemendur úr 6. bekk fengnir til þess að mæla með bók eða bókaflokk sem þeim finnst góður og þess virði að lesa. Þessi gjörningur hófst í byrjun mars vera í gangi […]
Góður árangur í Skólahreysti og upplestarkeppninni
Fimmtudaginn 10. mars gerðu nemendur unglingastigs góðar ferðir í Hveragerði og Garðabæ. Þá stóðu nemendur 7. bekkjar sig með prýði í Stóru upplestrarkeppninni og lið BES hafnaði í fjórða sæti í Skólahreysti, einungis tveimur stigum frá verðlaunasæti! Frábær árangur þetta og nemendur til fyrirmyndar í framkomu og fasi hvar sem þeir koma.
Fulltrúar BES á Stóru upplestrarkeppninni
Á dögunum fór fram undankeppni nemenda 7. bekkjar BES fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Grunnskólanum í Hveragerði 10. mars næstkomandi. Nemendur stóðu sig með prýði í upplestri sínum og átti dómnefndin sem skipuð var þeim Magnúsi skólastjóra, Sigríði kennara og Halldóru kennara erfitt verk fyrir höndum að velja okkar fulltrúa. Þeir sem þóttu […]