Í dag var Stóra upplestrarkeppni Árborgar 2023 haldin við hátíðlega athöfn í Sunnulækjarskóla. Þar öttu kappi níu frambærilegir nemendur úr Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, þrír frá hverjum skóla. Fulltrúi frá BES, Kristrún Birta Guðmundsdóttir, lenti í 3ja sæti og hlaut hún bæði viðurkenningu og verðlaun fyrir. Skólinn hlaut einnig viðurkenningu fyrir sinn þátt í keppninni. Til hamingju Kristrún Birta og BES. Nemendur stóðu sig allir vel og erfitt var fyrir dómnefnd að velja úr.
