Stóra upplestrarkeppni BES í 7. bekk

Á hverju ári er Stóra upplestrarkeppnin haldin hátíðleg með nemendum í 7. bekk. Stóru upplestrarkeppninni er ýtt úr vör á degi íslenskrar tungu 16. nóvember en þá er sérstök áhersla lögð á lestur og nemendur hvattir til að vera duglegir að lesa alls konar texta.
Í morgun var svo forkeppni innan Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem nemendur lásu texta úr sögunni Óleysanlega gátan eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk. Þrír keppendur og einn til var eru valdir til að fara áfram í stóru upplestrarkeppni Árborgar sem fer að þessu sinni fram í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 23. mars 2023. Þau sem voru valin úr okkar hópi voru Kristrún Birta Guðmundsdóttir, Maggie María Eiden, Stefanía Vala Valsdóttir og varamaður Hannes Breki Björnsson. Allir sem tóku þátt í morgun fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna og þrír efstu fengu bók. Krakkarnir stóðu sig allir frábærlega.