Textílsmiðja í boði Listasafns Árnesinga

Nemendur í 5. bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri voru þessa og síðustu viku í textílsmiðju sem var samstarfsverkefni skólans, Listasafns Árnesinga og Ástu Guðmundsdóttur. Listasafn Árnesinga fékk hina ýmsu listamenn til að fara með margvíslegar smiðjur í skólana, skólunum að kostnaðarlausu. Við í BES erum einstaklega þakklát fyrir svona skemmtilegt samstarf í nærsamfélaginu. Ásta Guðmundsdóttir er mikil listakona hér við ströndina sem hefur staðið að mörgum viðburðum sem við í BES höfum fengið að njóta. Á heimasíðunni OCEANUS HAFSJÓR (oceanushafsjor.com) má sjá umfjöllun um mörg þeirra verkefna sem Ásta hefur tekið þátt í og stýrt. Takk fyrir okkur Ásta og Listasafn Árnesinga.

Fleiri myndir á facebook síðu skólans.